Pétur Thomsen 17/03 13:00

Pétur Thomsen (b. 1973) has in recent years attracted attention, both in Iceland and abroad, for his projects that show photographs of nature that man has in one way or another transformed according to his needs. The exhibition Imported Landscape has travelled to many places but it shows photographs taken at Kárahnjúkar after construction of the power plant there began in 2003. In the projects Umhverfing and Ásfjall, which also show the transformation of nature by man, Thomsen photographs changes of the natural landscape in the outskirts of Reykjavík and Hafnarfjörður after the building of new suburbs began there. Pétur Thomsen has received numerous awards and prizes for his work. In 2004 he won The 10th LVMH young artists’ award. In 2005 he was selected by the Musée de L’Élysée in Lausanne to exhibit his works at reGeneration, 50 Photographers of Tomorrow.
Even though Pétur Thomsen chooses highly disputed construction projects as his subjects, he approaches them with a certain neutrality, in a calm manner over a long period of time. Thomsen gives a lecture on his works and his approach on Saturday, the 17th of March, the same day as Regin Dalsgaard from the Faroe Islands discusses his photographs of pilot whale killing. In their works both Thomsen and Dalsgaard choose to deal with controversial subjects that relate to nature and both artists approach them in a neutral manner. In their lectures they will discuss why they take that particular path and what matters of opinion they have had to deal with in their work. The lecture starts at 13:00 PM and entrance is free of charge.

°°°°°

Myndlistarmaðurinn Pétur Thomsen hefur á undanförnum árum vakið athygli fyrir ljósmyndir sínar af ólíkri náttúru sem maðurinn hefur með einum eða öðrum hætti lagt undir sig, umbreytt samkvæmt eigin þörfum. Sýning hans Imported Landscape hefur til dæmis verið sýnd víða erlendis en hún samanstendur af ljósmyndum af landsvæðinu á Kárahnjúkum eftir að virkjunarframkvæmdir hófust þar árið 2003. Verkefnin Umhverfing og Ásfjall sýna einnig umbreytingu landslags af mannavöldum, en þar myndaði Pétur þær breytingar sem urðu á náttúru í útjaðri höfuðborgarsvæðisins eftir að byggingarframkvæmdir hófust þar.

Enda þótt Pétur fjalli í þessum verkum sínum um umdeildar framkvæmdir kýs hann að nálgast viðfangsefni sitt af ákveðnu hlutleysi og skrásetur breytingarnar sem verða á viðkomandi stað með yfirveguðum hætti yfir margra ára tímabil. Pétur heldur fyrirlestur um verk sín og aðferðir laugardaginn 17. mars, sama dag og færeyski ljósmyndarinn Regin Dalsgaard ræðir um ljósmyndir sínar af grindhvaladrápi. Pétur og Dalsgaard eiga það sameiginlegt að fást við afar umdeild viðfangsefni sem tengjast náttúrunni en kjósa að nálgast þau án þess að taka afstöðu. Á fyrirlestrinum munu þeir ræða um þessa nálgun sína, hvers vegna þeir kjósa hana og hvaða álitamál þeir hafa þurft að takast á við í verkum sínum. Fyrirlesturinn hefst kl. 13:00 og er aðgangur ókeypis.

Pétur Thomsen er fæddur í Reykjavík árið 1973. Hann nam ljósmyndun í Frakklandi, fyrst við École Supérieure des Métiers Artistiques í Montpellier og síðan við École Nationale Supérieure de la Photographie (ENSP) í Arles, en þaðan lauk hann MFA-gráðu árið 2004. Pétur hefur hlotið ýmsar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir störf sín, til að mynda hlaut hann árið 2004 LVMH-verðlaunin sem veitt eru ungum listamönnum og ári síðar var hann valinn á reGeneration-sýninguna á Musée de L’Élysée í Lausanne í Frakklandi þar sem sýnd voru verk 50 upprennandi ljósmyndara í heiminum.

http://www.peturthomsen.is/