Regin W. Dalsgaard 17/03 13:00

Regin Weihe Dalsgaard is a photographer born in Thorshavn, Faroe Islands, in 1984. Dalsgaard has primarily worked as a news photographer for magazines but it were his photographs of pilot whale killing in his homeland that grabbed peoples attention last year. Pilot whale killing is an age-old tradition in the Faroe Islands. People from all professions then take a break from their daily life and help with the hunting that takes place on the beach. Dalsgaard saw news on Facebook of this particular pilot whale killing on a morning in July last year and hurried to the beach. Things happened quickly and the photographs were all taken during a period of 2 minutes. What Dalsgaard found interesting were the people themselves and their actions and that is what his photographs show.
Regin Dalsgaard claims to have been interested in the act of pilot whale killing for a long time. He approaches this highly disputed subject in a neutral way and says that he sees himself as a messenger. Dalsgaard gives his lecture at the National Gallery of Iceland on Saturday, the 17th of March, the same day as the Icelandic artist Pétur Thomsen speaks about his works. In their works both Thomsen and Dalsgaard choose to deal with controversial subjects that relate to nature and both artists approach them in a neutral manner. In their lectures they will discuss why they take that particular path and what matters of opinion they have had to deal with in their work. The lecture starts at 13:00 PM and entrance is free of charge.

°°°°°

Færeyski ljósmyndarinn Regin Weihe Dalsgaard er fæddur í Þórshöfn árið 1984. Hann hefur að mestu starfað við fréttaljósmyndun fyrir tímarit en vakti á síðasta ári mikla athygli fyrir ljósmyndaseríuna 2 mínútur sem sýnir fólk sem tekur þátt í grindhvaladrápi í Færeyjum. Grindhvalaveiðar eru ævaforn hefð í Færeyjum en þá tekur fólk úr öllum starfsstéttum sér frí frá hversdagsamstrinu til að taka þátt í veiðunum. Dalsgaard frétti fyrir tilviljun á Facebook af veiðum sem áttu sér stað á júlímorgni í fyrra og flýtti sér niður í fjöru. Hlutirnir ganga fljótt fyrir sig og eru allar myndir Dalsgaards teknar á tveggja mínútna tímabili. Það sem fangaði athygli hans voru athafnir fólksins sjálfs og því eru myndirnar allar af því en ekki hvölunum sem var verið að drepa.

Regin Dalsgaard segist alla tíð hafa verið áhugasamur um grindhvalaveiðar landa sinna en hann kýs að nálgast þetta umdeilda viðfangsefni á hlutlausan hátt. Hann sér sjálfan sig sem boðbera upplýsinga, það sé síðan annarra að taka afstöðu til veiðanna. Dalsgaard heldur fyrirlestur í Listasafni Íslands laugardaginn 17. mars kl. 13:00, sama dag og Pétur Thomsen ræðir um verk sín. Þeir Pétur og Dalsgaard eiga það sameiginlegt að fást við afar umdeild viðfangsefni sem tengjast náttúrunni en nálgast þau báðir með ákveðnu hlutleysi. Í fyrirlestrum sínum munu þeir ræða um þessa aðferðafræði sína, hvers vegna þeir kjósa að vinna verk sín með þessum hætti og hvaða álitamál þeir hafa þurft að takast á við í starfi sínu. Aðgangur er ókeypis.