Jonatan Habib Engqvist

Jonatan Habib Engqvist is appointed curator of the Reykjavík Arts Festival which opens in May 2012. He is currently on sabbatical leave from his position at the Swedish Arts Grants Committee´s International Exchange Programme for Visual Art, Iaspis. With a background in philosophy, architectural and aesthetic theory, he is an internationally engaged curator, writer, editor and lecturer. He has previously worked at Moderna Museet, Södertörn University and the Royal Institute of Art in Stockholm. Engqvist is also co-editor, with Maria Lantz, of Dharavi: Documenting Informalities (Stockholm 2008, New Dehli 2009), that is a part of a project that Engvist will speak about in his lecture at the National Gallery.

In his lecture on Saturday, the 24th of March, Engquist will talk about a seminar, book and exhibition-project in Bombay and Stockholm aimed at puncturing the presupposition that a ‘slum’ is mere desperation and chaos. Affirming the warmth, creativity and organizational capacity in slums around the world, the projects can be described as investigations into how art and architecture can contribute to social and political change. The curatorial team of the exhibition in Bombay consisted of Jonatan Habib Engqvist, Anna Erlandson, Maria Lantz and Michele Masucci. It had concrete goals: to increase knowledge about informal living in cities all over the world; to suggest more participatory, complex and inclusive descriptions of the urban poor; and to work toward increased infrastructure in informal areas by searching for new collaborations and networks. By allowing the voice of the informal to speak, they hoped to build an inclusive space for negotiation and communication, both inside and outside the traditional contexts of contemporary art. The lecture starts at 13:00 PM and entrance is free of charge.

°°°°°

Jonatan Habib Engquist starfar sem listheimspekingur, rithöfundur, ritstjóri og sýningarstjóri og er búsettur í Stokkhólmi. Hann hefur unnið að ýmsum alþjóðlegum sýningum og verkefnum undanfarin ár og m.a. starfað sem sýningarstjóri á Moderna museet, við Södertörn-háskólann og við Kungliga Kunsthögskolan í Svíþjóð. Engquist er sýningarstjóri sýningaraðarinnar (Ó)sjálfstætt fólk sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík, en þar verður sjónum beint að samspili grasrótarstarfs og safna í norrænni myndlist.

Á fyrirlestri sínum í Listasafni Íslands mun Jonatan Habib Engquist ræða um afar áhugavert verkefni sem hann vann að í samvinnu við aðra í fátækrahverfinu Dharavi í Bombay og í Stokkhólmi. Markmið verkefnisins, sem bar heitið Dharavi: Documenting Informalities, var að auka þekkingu á óhefðbundinni búsetu í stórborgum, auka þátttöku íbúa í fátækrahverfum í borgarsamfélaginu og vinna að bættu grunnskipulagi í slíkum hverfum með því að leita nýrra samstarfsleiða. Engquist ræðir um það hvernig unnið var að þessum markmiðum í gegnum verkefnið sjálft, sýningar, hönnun og uppsetningu á bókinni og hvaða áhrif verkefnið hafði. Fyrirlesturinn fer fram laugardaginn 24. mars kl. 13:00 og er aðgangur ókeypis.