Profile

Panora – List, náttúra og pólitík

Laugardaginn 3. mars hefst fyrirlestra- og viðburðaröðin Panora – myndlist, pólitík, náttúra en hún verður haldin í Listasafni Íslands samhliða yfirlitssýningu Rúríar dagana 2. mars – 6. maí. Á Panora verða fjölþætt tengsl myndlistar, náttúru og pólitíkur skoðuð, velt verður upp spurningum eins og hvort myndlist geti vakið almenning til vitundar um umhverfismál og þá hvernig. Skoðuð verða ólík dæmi um hvernig myndlistarmenn hafa nálgast umhverfistengd málefni og munu þátttakendur m.a. lýsa hugmyndafræðinni í þeim verkum sem þeir hafa unnið sem tengjast náttúru og borgarskipulagi með einum eða öðrum hætti.

Þátttakendur á Panora koma frá Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Litháen. Flestir þeirra starfa sem myndlistarmenn en einnig er þar að finna sýningarstjóra og safnafræðing. Á heimasíðu verkefnisins http://www.panora.is má nálgast frekari upplýsingar um þátttakendur og verk þeirra. Þar verður einnig hægt að horfa á fyrirlestrana að þeim loknum. Verkefnið er styrkt af Nordic Culture Point sjóðnum.

Verkefnisstjórar Panora eru Halldóra Ingimarsdóttir og Guðni Gunnarsson

Panora – Art, nature and politics

On Saturday the 3rd of march, will commence in the National Gallery the Panora lecture program. The program will be running parallel to the retrospective exhibition of Icelandic artist Rúrí and its website will be accessible through out the year with information on participants, lecture excerpts and links. The program is first and foremost an open platform for discussion on the fraternity and sometimes perplex connection between art, nature and politics. Artists, curators, academics from Iceland, Faeroe Islands, Sweden, Denmark, Lithuania and Norway will give lectures and in some cases perform live. The project is supported by The Nordic Culture Point Fund.

Project managers are Halldóra Ingimarsdóttir and Guðni Gunnarsson